top of page
Game Designer

BETRI ÁRANGUR VERKEFNA

Fagleg verkefnastjórnun og ráðgjöf

Projectus: Welcome
ÞJÓNUSTA
Project manager updating tasks and miles
Business concept. Business people discus
Image by Startaê Team

FAGLEG VERKEFNASTJÓRNUN

Betri stjórn á kostnaði, tíma og gæðum

Sérhæfing í flóknum og stórum verkefnum í upplýsingatækni.
Áhersla á skýrar væntingar og hlutverk, stíft eftirlit með kostnaði og tíma, stjórnun áhættu og góð samskipti.
Verkefnastjórnun vottuð af alþjóðasamtökum verkefnastjóra.

RÁÐGJÖF Í VERKEFNASTJÓRNUN

Úttekt, tillögur og umbætur

Úttekt á stöðu verkefna sem ganga ekki nægilega vel, tillögur að breytingum og inngrip eftir þörfum.
Úttekt á stöðu verkefnastýringar og ráðgjöf við framþróun ferla, sniðmáta og þekkingar.

FORGANGSRÖÐUN VERKEFNA

Verkefnalisti sem styður stefnu fyrirtækis

Uppstilling á forgangsröðuðum verkefnalista þannig að fjármunir og verkefni styðji sem best við stefnu fyrirtækja. Hönnun og innleiðing á stýriferlum og forgangsröðun verkefna.

Projectus: Services
ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR
"Við erum afar ánægð með hvernig til tókst og mælum hiklaust með Aðalbirni sem verkefnastjóra"

Björk Þórarinsdóttir

Fjármálastjóri HS Orku

Stjórnarráð Íslands
Landsnet
Reykjavíkurborg
Strætó
Síminn
HELSTU VERKEFNI

Helstu verkefnin sem eru í vinnslu eða unnin hafa verið undir merkjum Projectus frá stofnun í desember 2024

Innleiðing viðskiptakerfis

Verkefnastjórnun og ráðgjöf fyrir innleiðingu á nýju fjárhags- og framleiðslukerfi (MS Dynamics 365 Finance & Operations) hjá allri samstæðunni ásamt samþættingum við ytri kerfi

Nova

Útskipting kerfis

Verkefnastjórnun fyrir tæknilegt umbreytingaverkefni (útskipting upplýsingakerfis)

Tryggingastofnun

Útboð á kerfisrekstri

Verkefnastjórnun og ráðgjöf fyrir útboð á kerfisrekstri hjá Tryggingastofnun

Landsnet

Yfir-verkefnastjórnun

Verkefnastofnstjórnun fyrir stefnumótandi verkefni

HS Orka

Uppfærsla á fjárhagskerfi

Verkefnastjórnun og ráðgjöf fyrir innleiðingu á nýju fjárhagskerfi (MS Dynamics 365 Finance & Operations) ásamt samþættingum við nokkur ytri kerfi

Stjórnarráð Íslands

Útboð og innleiðing skjalakerfis

Ráðgjöf og verkefnastjórnun fyrir útboð, val og innleiðingu á nýju upplýsinga- og skjalakerfi fyrir öll ráðuneytin. Kerfið verður hjartað í mörgum mikilvægustu ferlum ráðuneytanna og mun einnig styðja við betri þjónustu fyrir landsmenn.

Stjórnun verkefnaskrár

Verkefnaskrárstjórnun fyrir fjárfestingaverkefni ON. Aðstoð við innleiðingu verkefnastjórnunarkerfis. Ráðgjöf við framþróun ferla og sniðmáta.

Síminn

Breytingar á kerfum og ferlum

Verkefnastjórnun fyrir tæknilegar og viðskiptalegar breytingar á internetþjónustu Símans, ásamt innleiðingu á þessum breytingum í nýrri högun fyrir pantanir og vörur.

Síminn

Breytingar á kerfum og ferlum

Verkefnastjórnun fyrir tæknilega og viðskiptalegar breytingar á Sjónvarpi Símans, ásamt innleiðingu á þessum breytingum í nýrri högun fyrir pantanir og vörur.

Strætó

Innleiðing á greiðslulausn

Verkefnastjórnun fyrir innleiðingu á nýrri greiðslulausn (Klapp) sem kom í staðinn fyrir eldri greiðsluleiðir. Verkefnið innihélt m.a. nýtt greiðsluapp og rafrænt greiðslukerfi í anda Oyster card . Lausnin fékk viðurkenningu frá Transport Ticketing Global í flokknum Best Smart Ticketing Programme.

Reykjavíkurborg

Ráðgjöf í álagsstjórnun

Ráðgjöf fyrir Skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi álag og álagsdreifingu á verkefnastjóra

Reykjavíkurborg

Úttekt á verkefni

Úttekt og ráðgjöf um endurskipulagningu á innleiðingu á nýju upplýsinga- og skjalakerfi Reykjavíkurborgar

HS Orka

Björk Þórarinsdóttir

Fjármálastjóri

„Við undirbúning HS Orku árið 2023 á uppfærslu nýs fjárhagskerfis varð fljótlega ljóst að farsælast væri að ráða öflugan verkefnastjóra til þess að stýra innleiðingarferlinu frá upphafi til enda, þar með talið ferlinu við val á nýju kerfi. Án þess að nokkuð sé á aðra reynslumikla verkefnastjóra og ráðgjafa í faginu hallað, varð Aðalbjörn Þórólfsson fyrir valinu.

Vegferðin hófst svo hjá HS Orku haustið 2023 og í byrjun nóvember 2024 fór svo fram gangsetning nýs fjárhagskerfis HS Orku sem leysti af hólmi eldra kerfi. Í stuttu máli gekk gangsetningin framúrskarandi vel enda undirbúningur og verkefastjórnun til fyrirmyndar, stjórnskipulag á tímabilinu skilvirkt og skýrt og eftirlit með kostnaði og tímaáætlun þétt. Árvekni og vöktun helstu áhættuþátta sannaði gildi sitt því áhættuþættir voru dregnir fram þegar nauðsyn krafði, sem veitti svigrúm til að rétta af kúrsinn í tíma. Þá auðveldaði markviss og regluleg upplýsingagjöf öll samskipti til muna bæði innan verkefnahópsins og innan fyrirtækisins.

Við erum afar ánægð með hvernig til tókst og mælum hiklaust með Aðalbirni sem verkefnastjóra. Hann er fagmaður sem býr yfir mikilli reynslu af stjórnun verkefna, hvort heldur sem er að leiða viðamikil verkefni í upplýsingtækni eða önnur stærri og flóknari verkefni.“

Síminn

Erik Figueras Torras 

Senior Vice President and CTIO

"In 2020, Síminn decided to change its TV product into a radical new service offering, that required the development of a complete new technical stack in front- and backend systems. The complexity of the endeavour exponentially increased when we decided to outsource the complete software development department to Deloitte in Portugal. Given the scale of the engagement, we realised that we needed professional project management, and decided to get Projectus to undertake this role. Thanks to Projectus’ tight control, the various teams were coordinated in the most efficient possible manner, and all complexities were tackled efficiently and on time. Síminn management was punctually informed of any deviations or issues that needed to be tackled during the project. The new TV service was launched in the spring of 2021 after a successful overnight migration of over sixty thousand users to the new environment. We highly recommend Projectus for any project management that includes technological challenges and the involvement of multiple stakeholders that require tight coordination." 

Stjórnarráðið

Viktor Jens Vigfússon Framkvæmdastjóri Umbru

„Í verkefni um nýja málaskrá hjá ráðuneytunum reyndi á samspil og samstillingu margra hagsmunaaðila, flókið innkaupaferli og umfangsmikla tæknilega innleiðingu. Einn lykilþátta í vel heppnaðri innleiðingu var fagleg og styrk verkefnastjórn Aðalbjarnar Þórólfssonar. Aðalbjörn var mjög skuldbundinn verkefninu, hélt vel utan um alla þræði og tryggði afar gott upplýsingaflæði. Auk þess að vinna eftir skilvirkri aðferðafræði verkefnastjórnunar þá var eftirtektarvert hversu mikla ábyrgð Aðalbjörn tók á framgangi verkefnisins. Ég mæli sterklega með Aðalbirni í stjórnun hvers kyns verkefna.“

Strætó

Jóhannes S. Rúnarsson

Framkvæmdastjóri

Strætó fékk Aðbjörn Þórólfsson sem verkefnastjóra í stóru verkefni sem fólst í innleiðingu á nýju greiðslukerfi fyrir viðskiptavini Strætó.
Verkefnið var unnið faglega og í samræmi við nýjustu aðferðarfræði verkefnastjórnunar. Utanumhald og framsetninga verkefna og gagna var skýr og einföld. Hlutverk hvers þátttakanda var skýrt og afmarkað og framvindusskýrslur einfaldar og lýsandi.
Verkefnið var mjög alþjóðlegt, umfangsmikið, flókið og unnið á erfiðum tímum heimsfaraldurs en fyrir tillstilli góðrar verkefnastýringar var kerfið tekið í notkun í nóvember 2021. Ég mæli 100% með Aðalbirni í verkefnastjórn í stórum og flóknum verkefnum þar sem tæknilegar áskorarnir eru miklar og margir hagsmunaaðilar sem taka þarf tillit til.

Óskar Friðrik Sigmarsson

Forstöðumaður Stefnu og reksturs

Orka náttúrunnar réði Projectus inn tímabundið til að sinna stöðu verkefnaskráar-stjóra í framkvæmdaverkefnasafni félagsins tímabundið. Projectus steig inn í hlutverkið á faglegan hátt og án fyrirhafnar og sinnti því í u.þ.b. ár. Á þeim tíma stýrði hann verkefnaskránni og ásamt fundum fjárfestingarráðs. Á sama tíma vann hann einnig með okkur í að þróa áfram ferla og styrkja verkefnastofu Orku náttúrunnar. Samstarfið gekk prýðilega og ég mæli hiklaust með Projectus í verkefni sem snúast um stjórnun verkefnaskrár eða umbætur í verkefnastjórnun.

Reykjavíkurborg

Hugrún Ösp Reynisdóttir

Deildarstjóri verkefna- og vörustýringar

„Reykjavíkurborg fékk Projectus til að gera úttekt og veita ráðgjöf um endurskipulagningu á innleiðingu á nýju upplýsinga- og skjalastjórnunarkerfi borgarinnar.
Verkefnið vannst vel og áætlanir stóðust. Niðurstöður greiningarinnar og tillögur að úrbótum voru skýrar og vel framsettar. Sú vinna sem Aðalbjörn vann nýtist vel og leggur grunn að frekari framvindu verkefnisins.“

Fyrirlestrar

Projectus býður upp á eftirfarandi fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir

Verkefnastjóri undir pressu (upptaka)

Farið er yfir "proactive vs. reactive" verkefnastjórnun, hvaða áhrif það hefur á gæði verkefna þegar verkefnastjórar eru undir of miklu álagi og hvernig verkefnastjórar geta unnið með álag

Samspil klassískrar verkefnastjórnunar og Agile hugmyndafræði

Hér er fjallað um kosti og galla klassískrar verkefnastjórnunar og Agile nálgunar og kostir "hybrid" verkefnastjórnunar kynntir til sögunnar

Forgangsröðun verkefna og stjórnun verkefnaskráa

Fjallað er um mismunandi aðferðir við að forgagsraða verkefnum og dæmi gefin um hvernig hægt er að halda utan um verkefnaskrá

Grunnatriði
verkefnaáætlana

Farið í gegnum grunnaatriði þess að byggja upp verkefnaáætlun á einfaldan hátt og fylgjast með framvindu

Helstu áskoranir verkefnastjórans

Uppsöfnuð reynsla 25 ára nýtt til að fjalla um helstu áskoranir sem verkefnastjórar standa frammi fyrir

Dótakassi verkefnastjórans (upptaka)

Fjallað er um hvaða (ókeypis) forrit er hægt að nota til að styðja við verkefnastjórnun til að auka skilvirkni og bæta samvinnu og ákvarðanatöku

UM MIG

Aðalbjörn Þórólfsson
IPMA Certified Senior Project Manager
Certified Project Management Consultant and Coach

AÐALBJÖRN ÞÓRÓLFSSON

Reyndur verkefnastjóri (senior project manager)

Ég hef yfir 25 ára reynslu í verkefnastjórnun og stjórnun í upplýsingatækni. Ég sérhæfi mig í að leiða stór og flókin verkefni og hef m.a. reynslu af eftirfarandi:

  • Innleiðing tölvukerfa

  • Hugbúnaðarþróun & samþætting tölvukerfa

  • Útboð og tilboðsferli

  • Tölvurekstur

  • Stjórnun stefnumótandi verkefna

  • Forgangsröðun og stjórnun verkefnaskráa

  • Umbætur á ferlum og hagræðing

Ég hef tvær alþjóðlegar vottanir í verkefnastjórnun

  • IPMA Level B: Certified Senior Project Manager

  • IPMA Level B: Certified Project Management Consultant and Coach

Ég er formaður Verkefnastjórnunarfélags Íslands frá 2023

Projectus: Team

HAFÐU SAMBAND

Takk fyrir að senda skilaboð!

8442876

  • LinkedIn

©2025 Projectus

bottom of page